Home

Við erum að bjóða upp á gistingu í ullareinangruðum og viðarhituðum mongólíutjöldum (Yurt/Ger) í landi Leifsstaða með stórkostlegt fjallaútsýni og útsýni yfir Akureyri og Eyjafjörð. Við erum með 2 tjöld yfir vetrartímann með uppábúnum rúmum fyrir 5 manns hvort og henta þau sérstaklega vel fyrir fjölskyldur og litla hópa sem vilja einstaka upplifun í náttúrunni eða fyrir pör sem vilja eiga einstaka stund saman.

Einnig er hægt að bóka tíma hjá Þóru Sólveigu í sérstöku handútskornu Yurt, Gaia God/dess Temple Gaia hofið. Hún býður upp á einkaheilun með kristaltónkvísl og hreinum kjarnaolíum eða para/hóp tónheilun með Gong, kristal hljómskálum og öðrum helgum hljóðfærum, og kakóathafnir með hreinu og helgu kakó frá Guatemala. Einnig bjóðum við upp á dans, djúpa slökun, hugleiðslu og tónheilun. Hægt er að panta hjá okkur í info@icelandyurt.is og fylgjast með viðburðum á facebook síðunum
Iceland Yurt eða Gaia God/dess Temple Gaia hofið.

Við seljum einnig gjafabréf í gistingu, upplifun og afþreyingu.

Við, Þóra Sólveig og Erwin, smíðuðum okkar eigið mongólíutjald árið 2008 og höfum notið þess að búa í því síðustu 7 ár með börnunum okkar á Íslandi.

For the last seven years we (Thora Solveig and Erwin) have been living in Iceland with our two young kids in our Mongolian Yurt that we built ourselves.

Lifað í nánd við náttúruna

Við viljum gefa öðru fólki möguleika á þeirri einstöku upplifun sem það er að dvelja í umvefjandi mongólíutjaldi og í meiri nálægð við náttúruna. Hægt er að fara á skíði eða í gönguferðir í hæðunum og fjöllunum beint úr tjöldunum.

Vakna við fuglasöng, þytinn af vængjum hrafna sem fljúga fram hjá eða njóta slökunar í grasinu eða snjónum í sólinni og drekka í sig hljóðlátt sveita landslagið á Íslandi.

Eða njóta þess að hlusta á dropa regnsins falla á tjaldið meðan þú kúrir við eldinn með góða bók.

Til að bóka dvöl þína geturðu sent okkur netpóst á info@icelandyurt.is

Living close to nature.
We want to give other people the opportunity to also have that experience. Hike into the hills and the mountain straight from the yurt. Wake up to the birds singing, the sound of the wings of a raven flying by or just relax outside in the fields in the sun to soak up the quiet Icelandic countryside. Or, if it rains, enjoy listening to the raindrops falling on the tent while you snuggle up next to the wood stove with a good book. To reserve your stay send us an email.

fjölskyldan á gönguskíðum við Kjarnaskóg